Markmið stjórnunar á rekstrarsamfellu er að vernda mikilvæga starfsemi gegn áhrifum meiri-háttar bilana og áfalla. Mikilvægt er að fyrirtæki geri sér grein fyrir mögulegum afleiðingum áfalla og geri ráðstafanir til að minnka hættu á röskun í rekstri.

 

 

Áætlun um samfelldan rekstur/viðbragðsáætlun hefur það markmið að takmarka áhrif meiriháttar bilana og áfalla og flýta endurreisn starfseminnar sem fyrir bilun eða áfalli verður. Í slíkri áætlun eru m.a. tilgreindir aðilar með afmörkuð hlutverk í neyðarástandi og aðgerðir sem framkvæma skal til að endurreisa starfsemi.

Stiki býður ráðgjöf vegna stjórnunar rekstrarsamfellu og aðstoð við gerð áætlunar um samfelldan rekstur. Stuðst er m.a. við staðlanna BS 25999 og ISO 22301.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband í síma 570-0600 eða á stiki@stiki.eu