Áhættustjórnun

Hjá Stika starfar teymi sérfræðinga í áhættustjórnun sem getur aðstoðað og framkvæmt áhættumat og áhættumeðferð fyrir fyrirtækið þitt. Við vinnum með viðskiptavinum við að skilgreina markmið, eignir, áhættuþætti og stýringar til þess að stjórna áhættu samkvæmt almennt viðurkenndum stöðlum eins og ISO 31000.

 

Áhættugreining

Áhættugreining er ferli sem nær yfir mat og greiningu þeirra áhættuþátta sem steðja að stofnun þinni. Áhættugreining innifelur í sér mat á þeim áhættuþáttum sem steðja að markmiðum og eignum stofnunarinnar. Áhættumatið skilgreinir einnig áhrif áhættuþátta á eignir, líkurnar á því að áhætta eigi sér stað sem og veikleika markmiða/eignarinnar gagnavart áhættuþáttum. Áhættugreining tekur einnig til umfangs og áhrifa áhættuþátta m.t.t. tegunda upplýsinga. Tilgangurinn með framkvæmd áhættugreiningar er að veita upplýsingar um helstu áhættuþætti fyrirtækisins svo unnt sé að velja  og innleiða viðeigandi stýringar og stefnur. Áhættugreining ætti að framkvæma og yfirfara reglulega til þess að tryggja stöðugar umbætur stjórnkerfisins.

 

Áhættumeðferð

Áhættumeðferð er ferlið er snýr að því að ákveða þær aðgerðir sem fyrirtækið hyggst taka til þess að draga úr, komast hjá, flytja eða samþykkja núverandi áhættu. Á þessu stigi ákveður fyrirtækið hvaða venslandi stýringar verða innleiddar og hvaða aðgerða skal grípa til til þess að takast á við áhættuna.

 

Áhættugreiningar og áhættumeðferðar ferli Stika

Okkar fyrsta skref er að skilja fyrirtæki þitt og þau viðskiptamarkmið sem stefnt er að. Sérfræðingar Stika vinna með þér að því að ákvarða umfang áhættugreiningar og áhættumeðferðarinnar. Að því loknu leiðum við þig í gegnum mat markmiða/eigna og áhættuþátta. Í gegnum þetta ferli nýtum við sérfræðiþekkingu okkar og reynslu til þess að tryggja bestu starfsvenjur við eigna- og ógnamat. Næsta skref er að framkvæma áhættugreiningu. Áhættugreining er framkvæmt í RM Studio sem tryggir rekjanleika, endurtakanleika og sveigjanleika í framkvæmd ferlisins.

Þegar niðurstöður áhættugreiningar liggja fyrir mun sérfræðiteymi okkar leiða þig í gegnum framkvæmd áhættumeðferðar. RM Studio mun einnig verða nýtt við framkvæmd þessa verkliðs.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband í síma 570-0600 eða á stiki@stiki.eu

Fyrir frekari upplýsingar um RM Studio, vinsamlegast heimsækið vefsíðu RM Studio:  www.riskmanagementstudio.com