Meistaraverkefni um rafrænt kerfi:

Hjörleifur Pálsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði föstudaginn 18. janúar nk. kl. 14.30.

Hjörleifur Pálsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði föstudaginn 18. janúar nk. kl. 14.30. Verkefnið heitir "Dyr þekkingar að dvalar- og hjúkrunarheimilum". Það fjallar um hönnun nýs rafræns kerfis til skráningar, vörslu og vinnslu gagna um vistunarmat aldraðra. Sérstaklega er fjallað um persónuvernd og gagnaöryggi. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 147 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Leiðbeinendur Hjörleifs eru Jón Atli Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf., og Pálmi V. Jónsson, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

© Morgunblaðið, 2002