Við þróun hugbúnaðarlausna leggur Stiki sig fram um að þróa vandaðar lausnir sem eru tæknilega sambærilegar við það sem best gerist á hverjum tíma.

Í lausnum Stika eru alþjóðlegir staðlar til grundvallar en öryggi hugbúnaðar er hringamiðjan sem lausnir Stika snúast um.

 

Hugbúnaður Stika er forritaður í .NET framework og mikil áhersla er lögð á samhæfð vinnubrögð þar sem nákvæm greining á þörfum notenda og ítarlegar prófanir í samræmi við þær þarfir eru í brennipunkti.

Unnið er samkvæmt Agile hugbúnaðarferli Microsoft, Microsoft Solution Framework (MSF).

Hugbúnaðargerð Stika er:

 

Traust

Ferli við hugbúnaðarferli stika eru vottuð skv. ISO/IEC 27001. Lögð er áhersla á vandvirkni, öryggi og traust.

 

Kvik

Hugbúnaðargerðin byggir á aðferðum sem hafa að leiðarljósi stuttar og virkar samskiptaleiðir sem einfaldar og flýtir aðlögun að breytingum.

 

Heiðarleg

Milli viðskiptavinarins/notandans viljum við að ríki heiðarleiki. Forðast er að slá ryki í augu viðskiptavinarins. Tekið er öllum athugasemdum fagnandi og fúslega er viðurkennt hvar hlutir mega betur fara.