Öryggisvitund starfsmanna er nauðsynlegur hluti af öryggisumhverfi fyrirtækja. Þú vilt vera viss um að starfsmenn viti af reglum um upplýsingaöryggi og fari eftir þeim líka. Við framkvæmum netkönnun hjá starfsmönnum fyrirtækisins eftir netfangalista frá stjórnendum. Við tölum saman niðurstöður og kynnum þær fyrir stjórnendum og starfsfólki.

 

Starfsmenn þurfa að vera vakandi fyrir ógnum sem steðja að upplýsingaöryggi.
Stjórnendur þurfa að vita að starfsmenn fari eftir reglum varðandi upplýsingaöryggi
Við viljum gjarna aðstoða forstöðumenn fyrirtækja og stofnanna til þess að fá vissu fyrir þekkingu starfsmanna á upplýsingaöryggismálum. Þessi mál eiga að vera starfsmönnum eins hugleikin og þeim sem bera frumábyrgð á rekstri og öryggi fyrirtækisins. Við höfum útbúið skoðanakönnun fyrir starfsmenn varðandi öryggisvitund. Í henni er að finna margvíslegar spurningar sem prófa þekkingu starfsmanna á upplýsingaöryggismálum að viðbættum þeim spurningum sem forstöðumönnum eru sérlega hugleiknar. Smellið hér og sjáðu forsýn á skoðanakönnuninna en í henni er að finna margvíslegar spurningar. Þessar spurningar taka mið af ISO 27001 staðlinum en reynt er að skoða sem flesta þætti þess staðals án þess að fara út í of tæknilega hluti.

 

Ef útbóta er þörf þá geta ráðgjafar Stika komið með tillögu að ráðstöfunum til að bæta úr þekkingu starfsmanna á einstökum þáttum. Það gæti verið allt frá því að standa fyrir stuttu námskeiði til þess að innleiða ISO 27001 hjá viðkomandi fyrirtæki. Við höfum þekkingu og reynslu til hvoru tveggja.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband í síma 570-0600 eða á stiki@stiki.eu