Stiki býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði persónuverndar. Stiki hefur um árabil aðstoðað viðskiptavini, fyrirtæki og stofnanir, við að þróa og innleiða áhrifarík og skilvirk upplýsingaöryggiskerfi. Þessu skylt er vernd persónugreinanlegra upplýsinga. Með innleiðingu evrópskrar reglugerðar um persónuvernd (EU GDPR) er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem starfa á evrópskum markaði að uppfylla skilyrði hennar. Þetta felur í sér að skilgreina öll persónugreinanleg gögn, kortleggja hvaðan þau koma, framkvæma áhættumat á vinnslu þeirra, vörslu og fleira.


Stiki getur aðstoðað við þetta og hefur RM Studio hugbúnaðarlausn Stika verið uppfærð til þess að aðstoða við skráningu persónuupplýsinga og gerð verkferla fyrir vinnslu þeirra og vörslu. Með nýrri útgáfu af RM Studio er notendum gert kleift að skrá hvaðan persónugreinanlegar upplýsingar berast þeirra fyrirtæki, hver tilgangur vinnslunnar er, hversu lengi á að geyma gögnin og hver lagalegur grundvöllur vinnslu er.


Ráðgjafar Stika geta einnig gegnt hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem vilja minnka kostnað eða kjósa að samnýta starfsmann sem persónuverndarfulltrúa. Ráðgjafi á vegum Stika vinnur þá í samstarfi með viðkomandi fyrirtæki eða stofnun og verður fulltrúi þeirra í öllu er varðar persónuverndarmál.


Ef þú, fyrirtæki þitt eða stofnun þín, ert að leita að ráðgjöf á þessu sviði, hafðu þá samband:


Stiki ehf.

Sími: 5 700 600

Netfang: stiki@stiki.eu