InterRAI PAC - Heilsdrænt mat vegna endurhæfingar er notað til að meta getu og færni  eldri sjúklinga á öldrunarsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss.

InterRAI PAC er notað til að styðja við áætlanagerðir og gæðamál í öldrunarþjónustu.

InterRAI PAC er systurkerfi annarra InterRAI kerfa Stika, en öll kerfin nota hina stöðluðu InterRAI - aðferðarfræði.

InterRAI aðferðin varð til í Bandaríkjunum árið 1986 en hefur síðan verið þýdd og staðfærð víða um heim í fjölþjóðlegu samstarfi. Þátttaka Íslands í þessu samstarfi hófst 1993. Notkun aðferðarinnar er háð höfundarrétti en heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Inter-RAI sem heimilar Stika notkun RAI-aðferðarinnar í þessu nýja upplýsingakerfi.

Skoðið www.interrai.org til að fá nánari upplýsingar um alþjóðlega InterRAI verkefnið.