Stiki aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu gæðakerfis skv. kröfustaðlinum ISO 9001:2015.

ISO 9000 staðlaröðin er samsett úr fjórum alþjóðlegum stöðlum sem innihalda leiðbeiningar um hvernig á að þróa og setja á laggirnar gott gæðakerfi (Quality Management System).  Staðlarnir lúta ekki að sérstökum vörum, heldur eiga jafn vel við í framleiðslu- og þjónustugreinum.

Gæðakerfi vísar til allra þeirra verka sem framkvæmd eru til að uppfylla gæðakröfur viðskiptavina ásamt stjórnskipulagi fyrirtækisins. Til að tryggja að kröfum viðskiptavina sé mætt, kemur óháður þriðji aðili að því að gera úttekt á kerfinu til að ganga úr skugga um að gæðakerfið sé virkt og að það virki. Þegar skoðunaraðili hefur komist að þeirri niðurstöðu fær viðkomandi fyrirtæki "vottun" og fær skjal því til staðfestingar. Ekki er víst að öll fyrirtæki sjái sér hag í vottun, en kjósi engu að síður að setja gæðakerfi sitt upp í samræmi við ISO-staðlana og vinna eftir því.

Eftirfarandi átta grunnatriði hafa verið skilgreind af ISO sem nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki að tileinka sér ætli þau að ná að uppfylla gæðamarkmið sín.

 • Áhersla á viðskiptavininn
  • skilningur á núverandi þörfum viðskiptavina
  • skilningur á þörfum viðskiptavina í framtíðinni
  • uppfylla þarfir viðskiptavina
  • leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina
 • Forysta
  • koma á sameiginlegum skilningi á tilgangi og stefnu fyrirtækisins
  • skipuleggja innra starf fyrirtæksins
 • Þátttaka starfsfólks
  • þróa getu og hæfileika til fulls
  • nota þá hæfileika og getu til hámarks hagsbóta fyrir alla
 • Ferlishugsun
  • stýra auðlindum með ferlisskipulagi
  • ná þeim árangri sem stefnt er að á hagkvæmari hátt
 • Kerfishugsun í stjórnun
  • skilgreina, skilja og stjórna tengdum ferlum kerfisins á skilvirkan og árangursríkan hátt til að ná settum markmiðum
 • Stöðugar umbætur
  • gera umbætur að viðvarandi markmiði
 • Ákvarðanataka byggð á staðreyndum
  • greina gögn og upplýsingar á rökrænan hátt
 • Samskipti við birgja sem er báðum til hagsbóta
  • auka virði með því að koma á gagnkvæmum samskiptum við birgja sem báðir njóta góðs af

Grunnkröfur ISO 9001
Á einfaldan hátt má setja kröfur staðalsins fram á þennan kunnuglega máta:

Segðu hvað þú gerir
Gerðu það sem þú segir
Sannaðu að þú gerir það
Betrumbættu síðan það sem þú gerðir!

Hafa skal í huga að mikil samlegðaráhrif eru í innleiðingu gæðakerfis skv.  ISO 9001 og innleiðingu upplýsingaöryggis skv. ISO 27001. Í báðum tilvikum er stefnumótun og skráning verklags mikilvægur þáttur.