InterRAI MDS 2.0 - Heildrænt hjúkrunarheimilismat er skráningarkerfi fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili til þess að meta ástand einstaklinga, gæði og kostnað þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

InterRAI-mat, Raunverulegur Aðbúnaður Íbúa (Residential Assessment Instrument) er aðferð til þess að meta gæði og kostnað þjónustu við íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Aðferðin stuðlar þannig að því að bæta aðbúnað og þar með heilsufar íbúa heimilanna.

Alþjóðleg aðferðafræði við gæðamat á þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Aðferðin varð til í Bandaríkjunum árið 1986 en hefur síðan verið þýdd og staðfærð víða um heim í fjölþjóðlegu samstarfi sem nefnist InterRAI. Þátttaka Íslands í þessu samstarfi hófst 1993. Notkun þessarar aðferðar er háð höfundarrétti en heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við InterRAI sem heimilar Stika notkun RAI-aðferðarinnar í þessu nýja upplýsingakerfi.

Samkvæmt reglugerð er skylt að meta heilsufar og aðbúnað árlega og byggja matið á RAI-aðferðinni.

Heildrænt hjúkrunarheimilismat er kerfið sem er hýst miðlægt hjá Stika og þjónar öllum dvalar- og hjúkrunarheimilum um landsins. Landlæknisembættið hefur með höndum eftirlitsaðgang að gögnum kerfisins en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið notar kerfið til þess að meta kostnað við þjónustu heimilanna.

Skoðið ,,Case Studies" um hjúkrunarheimilin Sunnuhlíð og Sóltún sem nota RAI Nursing Home hugbúnaðinn.

Sunnuhlíð
Sóltún

Hlekk á alþjóðlega interRAI verkefnið má finna hér.