Stiki hefur um margra ára skeið gert ýmis konar úttektir fyrir viðskiptavini sína. Meðal þeirra úttekta sem gerðar hafa verið eru úttektir á öryggi persónuupplýsinga að beiðni Persónuverndar (ytri úttektir), en einnig að beiðni stofnana og fyrirtækjanna sjálfra (innri úttektir). Við úttektir er viðeigandi stöðlum beitt, t.d. úttektarstaðlinum ISO 19011:2011. Samkvæmt þeim staðli merkir úttekt: „Kerfisbundið, óháð og skjalfest ferli er miðar að því að afla úttektargagna og meta þau hlutlægt í því skyni að ákvarða að hve miklu leyti úttektarviðmið séu uppfyllt.“ Kröfum um gæði, öryggi, notagildi og umhverfisáhrif er m.a. mætt með úttektum.

 

 

Innri úttektir

Innri úttektir, stundum nefndar úttektir fyrsta aðila, eru gerðar af eða í þágu fyrirtækisins sjálfs til notkunar innanhúss og geta þær verið grunnurinn að eigin yfirlýsingu fyrirtækisins um samræmi í verklagi. Innri úttektir eru einnig framkvæmdar af ytri aðila sé það ósk fyrirtækis til að forðast óhæðisvandamál.

 

Ytri úttektir

Ytri úttektir eru úttektir annars eða þriðja aðila. Úttektir annars aðila eru gerðar af þeim sem hafa hagsmuna að gæta í fyrirtækinu, s.s. viðskiptavinum, eða af öðrum persónum í þeirra þágu. Þetta eru að jafnaði úttektir til að staðfesta hlítni við tiltekna ISO staðla annað hvort til að fá vottun eða viðhalda vottun. Úttektir þriðja aðila eru úttektir sem gerðar eru af óháðu fyrirtæki. Slík fyrirtæki veita vottun eða skráningu í samræmi við kröfur eins og er að finna í kröfustöðlum, t.d. ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

Til að fá frekari upplýsingar um úttektir hjá Stika vinsamlega hafið samband í síma 5 700 600 eða sendu tölvupóst á stiki@stiki.is