Stiki lýtur stjórnkerfi upplýsingaöryggis skv. staðlinum ISO 27001:2013 og gæðakerfi skv. staðlinum ISO 9001:2015 sem vottuð eru af bresku staðlastofnuninni, BSI.

Stiki hýsir og rekur kerfi sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar fyrir heilbrigðisstofnanir. Stiki þekkir því af eigin raun þær ógnir sem steðja að upplýsingum, en veit að sama skapi hvernig bregðast skal við þeim og lágmarka líkur á að ógnir verði að veruleika.

 

Öryggisvottun skv. ISO 27001:2013

Vilji stjórnendur fyrirtækja eða stofnana sýna með skýrum og óyggjandi hætti fram á stjórnun upplýsingaöryggis hjá fyrirtæki sínu er lögð fram greinargerð um stjórnkerfið, nokkurs konar stöðulýsing. Hún er jafnframt yfirlýsing um markmið og leiðir við stjórnun upplýsingaöryggis. Liggi þessi yfirlýsing fyrir geta aðilar sótt um faggilda vottun stjórnkerfisins skv. ISO 27001. Vottunaraðili er t.d. breska staðlastofnunin, BSI.

BSI er stærsti vottunaraðili í heiminum með meira en 40.000 viðskiptavini um allan heim, m.a. Vodafone, Ericson, Sony, NEC, 3M Healthcare, Eastman Kodak og fleiri. BSI tekur út og vottar fyrirtæki um allan heim og stuðlar þar með að bættum rekstri og stjórnun og lágmörkun á áhættu í meðferð og vinnslu upplýsinga.

Gæðavottun skv. 9001:2015

Stiki er gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og beitir þeim verkferlum sem sá staðall segir til um. Öll hugbúnaðargerð Stika er gæðavottuð.

Microsoft Gold Partner vottun

Stiki er vottaður samstarfsaðili Microsoft.