Stór þáttur í innleiðingu skipulagskerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum er að skrá og greina þá ferla og þær verklagsreglur sem unnið er eftir. Annars vegar er um að ræða ferli og verklagsreglur sem varða gæðastaðalinn ISO 9001:2015 eða öryggisstaðinn ISO 27001:2013. Hins vegar eru sértæk ferli og verklagsreglur fyrirtækis eða stofnunar.

Í mörgum tilfellum eru ferlin til staðar en oft þarf að gera þau skýrari og endurbæta þau. Ef ferlin eru ekki til staðar eða einungis til í kollum starfsmanna þarf að búa þau til og skrá þau.

Ráðgjafar Stika eru sérfræðingar í ferlum sem tengjast stöðlunum en starfsmennirnir sjálfir eru sérfræðingar í eigin ferlum. Ráðgjafar Stika aðstoða fyrirtæki við að skrá eigin verkferla og verklagsreglur með tilliti til hagræðingar og samræmis. Verkferlar og verklagsreglur eru síðan uppistaðan í Skipulagshandbók fyrirtækis.